kvi.annáll.is

AnnállEfniHelgisiðirKennslaKirkjaPrédikanirPrívatSálmarYfirlit
  • Annálar

  • Tenglar

    • Annáll.is
    • Deus ex cinema
    • Guðfræðideild
    • WordPress.is
  • Eldri færslur

  • Leit

Sigurður Guðmundsson.Minningarorð

13.17 23/1/10 - 0 ath.

Sigurður Guðmundsson fyrrum Hólabiskup lést þann 10.janúar síðastliðinn og var borinn til moldar þann 18.janúar tæpra níutíu ára að aldri. Við áttum samleið í hálfa öld. Útförin var gerð frá Akureyrarkirkju. Til kirkju voru hálft sjötta hundrað manns, þar af 38 hempuklæddir prestar. Áfram…

Útimessa í Skógarkoti

11.54 7/8/06

Þingvallaprestur boðaði til útimessu í Skógarkoti sunnudag verslunarmannahelgarinnar. Þetta var einnig reynt síðastliðið sumar en þann dag rigndi með þeim ósköpum á Þingvöllum að prestur og söfnuður flúðu inn í kirkjuna líkt og þingheimur þurfti þrásinnis að gera á öldum fyrr meðan þing var enn háð á Þingvöllum. En í þetta sinn var veður þurrt og fallegt.

Áfram…

Þjónusta prests á Þingvöllum 2006

20.11 5/7/06

Þriðja árið í röð fær sá sem þetta ritar að þjóna Þingvallakirkju. Það er eins og fallegt og gott ævintýri sem stefnir í góðan endi.

Messað er hvern helgan dag yfir sumarmánuðina og kvöldbænir eru á fimmtudagskvöldum í júní og júli að afloknum fimmtudagskvöldgöngum þjóðgarðsins. Áfram…

Þorgeir Pálsson. Minningarorð.

20.08 27/2/06

Aldraður maður, Þorgeir Pálsson, af ætt konu minnar og sona var kvaddur í dag frá Langholtskirkju.
Í fjarveru sóknarprestsins talaði ég yfir moldum hans.

Áfram…

Hjúskaparlögin og handbók þjóðkirkjunnar

18.19 12/2/06 + 11 ath.

Mér þykir rétt að grein mín um þetta efni sem Morgunblaðið birti laugardaginn 11.febrúar s.l. sé einnig geymd hér á annálnum. Nokkuð er umliðið síðan greinin var send blaðinu, og af því að tími vannst til sendi ég síðar aðra útgáfu greinarinnar þar sem orðalag var fært til betri vegar á nokkrum stöðum. Greinin sem birtist var hin upphaflega en það sem hér er sett á annál inniheldur leiðréttingarnar. Efnislega er enginn munur á.

Áfram…

Dietrich Bonhoeffer

13.46 4/2/06 + 2 ath.

Í dag, 4. febrúar, er öld liðin frá fæðingu þýska guðfræðingsins Dietrich Bonhoeffer. Hann var fæddur 4.febrúar 1906 í Breslau, sem nú er í Póllandi (Wroclaw.) Hann var tekinn af lífi af nasistum 9.april 1945

Áfram…

Bróðir Jóhannes

23.37 27/1/06 + 1 ath.

Jóhannes Rau fyrrum forseti Þýskalands lést í dag 75 ára að aldri, eftir erfið veikindi. Áfram…

Við tendrum lítið ljós í kvöld

15.25 26/11/05 + 2 ath.

Adda Steina spurði hvort ég gæti fært norsk vers um aðventuljósin yfir á íslenska tungu, og það tókst á síðustu metrunum áður en aðventan gengur í garð. Þó að þetta hafi verið gert fyrir hana, er ég alveg viss um að hún heimilar birtingu!

Áfram…

Marteinn bróðir minn

22.28 31/10/05

Í dag er siðbótardagurinn. Það er minningardagur þess er Marteinn Lúther opinberaði athugasemdir sínar um það sem hann taldi villustigu hinnar heilögu kirkju.

Áfram…

Gottesdienst in deutscher Sprache

15.21 12/5/05 + 1 ath.

Am Pfingstmontag wird ein Gottesdienst in deutscher Sprache in Selfosskirkja gefeiert. Die Nachricht darüber, die an die Zeitungen geschickt wurde, lautet wie folgt: Áfram…

Bæn 8.mai

23.46 9/5/05

Í gær, 8.mai var samkirkjuleg bænastund í Hallgrímskirkju þar sem biskupinn og utanríkisráðherrann fluttu ávörp, aldinn sjómaður sem var í stríðinu og fulltrúar kirkjudeildanna stóru lásu ritningarorð. Kantor gyðingasamfélagsins hér söng Kaddish og heimafólk las bænina sem hér fylgir.

Áfram…

Hinn almenni bænadagur

17.31 30/4/05

Þetta árið fer saman 1.mai og hinn almenni bænadagur. Þegar lesnar eru tilkynningar um messur morgundagsins, er eins og bænadagurinn sé að gleymast. Það er mjög miður.

Áfram…

Morgunbæn í Hallgrímskirkju

21.54 27/4/05 + 3 ath.

Það var komið að mér að sjá um bænina í morgunmessunni í Hallgrímskirkju í morgun. Ég deili henni með ykkur, af því að ég veit að einhver ykkar þekkið til sr. Árna Bergs sem í báráttu sinni við óvægið krabbamein leggst undir hnífinn í fyrramálið, líkast til í þriðja sinn.

Áfram…

1.maí. Dagur verkalýðsins og hinn almenni bænadagur

17.47 26/4/05 + 3 ath.

Nú ber svo við þetta árið að saman fara hinn almenni bænadagur og frídagur verkalýðsins. Messað verður á Þingvöllum þann dag með þátttöku blásarasveitar barna. Áfram…

Predikun 4.sd.eftir páska

14.46 24/4/05

Á fyrsta sunnudegi í sumri og fjórða sunnudag eftir páska messaði ég í Langholtskirkju í forföllum Jóns Helga.

Áfram…

« Fyrri færslur ·

© kvi.annáll.is · Færslur · Ummæli