Prestar óskast
Pétur Björgvin @ 07.27 9/4/14
laus embætti, prestar, þjóðkirkjan
Ég er þeirrar skoðunar að mannabreytingar (séu þær ekki of örar) feli í sér fleiri tækifæri fyrir safnaðarstarfið heldur en hindranir. Auðvitað fer það þó hverju sinni eftir aðstæðum. Að öllu jöfnu hafa þó prestaskipti meiri áhrif á starfið í söfnuðunum (á neikvæðan sem jákvæðan hátt) heldur en aðrar mannabreytingar innan kirkjunnar, enda hlutverk prestsins og eðli prestsembættisins svipað skipstjórahlutverkinu ef sækja má myndlíkingu í sjómannastéttina.
Öðru hvoru hef ég bloggað um þetta og þó að ég bloggi nú orðið að jafnaði á einu ári jafnoft og hér áður á þremur dögum, þá ákvað ég að skella inn smá pistli um prestaskiptin þessa dagana. Í augnablikinu eru jú 6 embætti auglýst laus til umóknar (jafn mörg og skipað var í árið 2013) og við vitum að þó nokkur eiga eftir að bætast við. [Hér er gott að hafa í huga að vígðir þjónar kirkjunnar eru í raun sárafáir. Þannig höfðu aðeins 190 vígðir þjónar kosningarétt þegar síðustu biskupskosningar fóru fram á landsvísu 2012.] Um leið eru þetta einu embættin sem hafa verið auglýst það sem af er þessu ári og eiga umsækjendur ýmist að hefja störf 1. ágúst eða 1. september. Þetta er í samræmi við 28. mál síðasta Kirkjuþings (sjá málaskrá) sem var vísað til Kirkjuráðs, en þar er stungið upp á því að fardagar presta séu að hausti, þ.e. laus embætti aðeins auglýst á vordögum og að presta hefji störf í nýjum sóknum á haustin.Lausu embættin sem hafa verið auglýst eru sem hér segir:
14. mars síðastliðinn birtist auglýsing á kirkjan.is. Þar er auglýst laust til umsóknar embætti prests í Egilsstaðaprestakalli, Austurlandsprófastsdæmi, frá 1. nóvember 2014. Umsóknarfrestur rennur út 15. apríl 2014. Það verður örugglega fullt af flottu fólki sem sækir um þessa stöðu. (kirkjan.is)
14. mars síðastliðinn birtist auglýsing á kirkjan.is. Þar er auglýst laust til umsóknar embætti sóknarprests í Egilsstaðaprestakalli, Austurlandsprófastsdæmi, frá 1. ágúst 2014. Umsóknarfrestur rennur út 15. apríl 2014. Það verður örugglega fullt af flottu fólki sem sækir um þessa stöðu (kirkjan.is)
17. mars síðastliðinn birtist auglýsing á kirkjan.is. Þar er auglýst laust til umsóknar embætti sóknarprests í Seljakirkju, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, frá 1. ágúst 2014. Umsóknarfrestur rennur út 15. apríl 2014. Það verður örugglega fullt af flottu fólki sem sækir um þessa stöðu (kirkjan.is)
25. mars síðastliðinn birtist auglýsing á kirkjan.is. Þar er auglýst laust til umsóknar embætti prests í Háteigskirkju, Reykjavíkurprófastsdæmi vestra, frá 1. september 2014. Umsóknarfrestur rennur út 28. apríl 2014. Það verður örugglega fullt af flottu fólki sem sækir um þessa stöðu (kirkjan.is)
7. apríl síðastliðinn birtist auglýsing á kirkjan.is. Þar er auglýst laust til umsóknar embætti sóknarprests á Skagaströnd, Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi, frá 1. ágúst 2014. Umsóknarfrestur rennur út 6. maí 2014. Það verður örugglega fullt af flottu fólki sem sækir um þessa stöðu (kirkjan.is)
7. apríl síðastliðinn birtist auglýsing á kirkjan.is. Þar er auglýst laust til umsóknar embætti sóknarprests í Laugarneskirkju, Reykjavíkurprófastsdæmi vestra, frá 1. september 2014. Umsóknarfrestur rennur út 7. maí 2014. Það verður örugglega fullt af flottu fólki sem sækir um þessa stöðu (kirkjan.is)
Árið 2013 var nokkuð um mannabreytingar fyrir tilstilli auglýstra embætta í Þjóðkirkjunni (hér eru ekki talin tímabundin mannaskipti):
- Páll Ágúst Ólafsson var skipaður í embætti sóknarprests á Staðastað. (kirkjan.is)
- Jón Helgi Þórarinsson var skipaður í embætti sóknarprests í Hafnarfjarðarkirkju. (kirkjan.is)
- Helga Soffía Konráðsdóttir var skipuð í embætti sóknarprests í Háteigskirkju. (kirkjan.is)
- Sigríður Rún Tryggvadóttir var skipuð í embætti prests í Egilsstaðaprestakalli með aðsetur á Seyðisfirði. (kirkjan.is)
- María G. Gunnlaugsdóttir var skipuð í embætti prests í Patreksfjarðarprestakalli. (kirkjan.is)
- Þórhildur Ólafs var skipuð í embætti prests í Hafnarfjarðarprestakalli. (kirkjan.is)
Og ég semsagt bíð spenntur eftir að sjá hver fær lausu embættin, hvaða embætti verða auglýst laus til viðbótar, hvaða embætti verða sett í bið, hvort konur eða karlar, aldnir eða ungir fá embættin.
Sjá einnig:
“10 prestar eða 20?” - blogg hér á annál frá 2012
“1/3 biskupsatkvæða í stóru prófastdæmunum þremur” - blogg hér á annál frá 2012
“Gamlir prestar” - pistill á trú.is 2011.
Árni Svanur Daníelsson @ 9/4/2014 09.13
Fleiri embætti verða auglýst. Ef ég man rétt nefndi Agnes biskup að þau yrðu um það bil fjórtán á tólf mánuðum þegar hún ræddi þetta á kirkjuþingi í mars. Svo er ekki ólíklegt að einhverjir prestar hreyfi sig milli embætta sem leiði til þess að enn fleiri embætti verði auglýst.