Kvöld í Svarfaðardal
Pétur Björgvin @ 13.06 14/4/14
Vissulega hef ég sagt það áður. En ég segi það aftur. Eitt fallegast kvæðið eftir Aðalstein afa er ,,Kvöld í Svarfaðardal”. Það er svona:
Hér ilmar blær, hér angar jörð,
hér ómar fuglakliður.
En fannir þekja fjallaskörð
mig fangar lækjaniður.Um dalinn áin liðast lygn
um ljósar sumarnætur.
Hér bera fjöllin töfratign
en tárast fjólan lætur.Ég leit ei fyrr svo fagra sveit
með frjósöm tún og engi.
Í vorsins faðmi vafin reit
hér vildi’ ég una lengi.Og þessum dal ég get ei gleymt
fyrst gafst mér hann að líta.
Því huga minn um hann fær dreymt
með hnjúka mjallahvíta.Nú signir dalinn sumarnótt,
nú seytlar lind í hlíðum.
Nú verður dalsins dætrum rótt
í draumaheimi víðum.Nú þráir fugl að festa blund
og fljót til sjávar hnígur.
En lofgjörð hljóð, um helga stund,
í himingeiminn stígur.
Aðalsteinn Óskarsson (úr: Hugarflug bóndans í Birkimel, LR Prentþjónusta 1996)