sigurvin.annáll.is

AnnállGuðfræðiKirkjustarfMinningarorðPrédikanir ofl.
  • Annálar

  • Tenglar

  • Eldri færslur

  • Leit

Þórdís Kalman f. 27.8.1924 - d. 3.7.2015

12.57 10/7/15 - 0 ath.

Yfirstandandi ár hefur verið merkisáfangi í íslenskri kvennasögu, þar sem eitt hundrað ár eru nú liðin frá því að konur fengu fyrst kosningarétt á Íslandi. Hundrað ár eru í sögu mannkyns sem augnablik en það er óhætt að fullyrða að sú kynslóð sem nú kveður samfélag okkar, södd lífdaga, hefur upplifað meiri framfarir en nokkur önnur kynslóð í sögunni.

Árið 1924, þegar Þórdís Ingibergsdóttir er fædd, voru konur að ryðja sér til rúms í menntun og embættum á Íslandi og áttu eftir að líða mörg ár þar til slíkt var til jafns við karla. Sú kynslóð kvenna sem hún tilheyrir ólst upp við þann veruleika að karlmenn voru nær allsráðandi á vettvangi menningar og fyrirmyndir úr röðum kvenna skiptu því miklu máli.
Áfram…

Kristján K. Hall f. 2.4.1935 - d. 16.6.2015

12.40 10/7/15 - 0 ath.

Kenn oss að telja daga vorra
að vér megum öðlast viturt hjarta.

Áminning sálmaskálsins er í ætt við hina rómversku kveðju memento mori, mundu að þú ert dauðlegur, hvatningu um að grípa daginn og njóta þess stutta tíma sem okkur er afmarkaður í þessu lífi.

Á kveðjustundu verður okkur ljóst samhengi í lífinu sem hætt er við að gleymist í önnum og verkefnum hversdagsins og forgangsröðun sem verður ljós þegar æviskeiðs er minnst. Það eru ekki hin eiginlegu afrek lífsins, sem í raun skipta höfuðmáli, heldur þau tengsl sem við myndum í lífinu við fólkið sem stendur okkur næst. Efnisleg gæði, titlar og starfsferill má sín lítils ef fólkið sem við elskum fær ekki að njóta þeirra gæða sem við höfum fram að færa og afrek verða að engu ef við eigum ekki ástvini til að deila þeim með.
Áfram…

Margrét Magnúsdóttir f. 24.10.1962 - d. 16.5.2015

11.18 29/5/15 - 0 ath.

Hverju safnar þú í lífinu?

Þau eru æði mörg sem safna auðæfum, gegn betri vitun, vitandi sem er að þar er enga hamingju að finna. Ef Göggu áskotnaðist fé var það hennar fyrsta verk að deila því með öðrum og gera vel þau sem hún unni. Eldhúsið hennar var fullt af mat og opið fyrir öllum sem vildu borða með henni.

Sumir búa yfir skipulagðri söfnunarþrá og einbeita sér að því að eignast safn fágætra frímerkja, mynta eða muna sem framleiddir hafa verið í afmörkuðu upplagi. Safnakostur Göggu var sundurlausari en svo að hægt væri að telja hann sem áhugamál eða greina með einhverju flokkunarkerfi.

Listsafnara er allstaðar að finna, jafnt einstaklinga sem stofnanir, og verk eftir Göggu eru safnkostur á ekki ómerkari stöðum en Museum of Modern Art og Guggenheim, auk Listasöfnum Íslands og Reykjavíkur. Þörf Göggu lá í að skapa og tjá list en ekki endilega eignast hana sjálf.
Áfram…

Margret Erna Hallgrímsson f. 13.10.1953 - d. 6.2.2015

15.04 24/2/15 - 0 ath.

10. janúar 2015, klukkan 11.00

Steinka – nútímakvæði

Það var um sumar er hann og hún,
tólf og ellefu ára,
léku sér á Víkingadrekaþökunum niður í Hafnarstræti,
sátu klofvega yfir skreyttan mæninn og virtu fyrir sér útsýnið.

Og þar sást um víðan völl.
Áfram…

Theodóra Thoroddsen f. 27.10.1929 - d. 10.2.2015

23.41 18/2/15 - 0 ath.

Að eiga góða og glaða lund
gulli tel ég betra.
Vertu alla ævistund
aðeins 19 vetra.

Þessar ljóðlínur eiga sannarlega við þegar við minnumst ömmu Dódu, Theodóru Thoroddsen, við endalok lífshlaups hennar. Fram á síðasta dag lifði Theodóra lífi sínu af þrótti sem að hæfa mundi hverju 19 vetra ungmenni. Það er óhætt að segja að Dóda hafi ekki verið hefðbundin amma. Eftirlaunaár hennar fóru í ferðalög og félagsstarf, samhliða hugsjónastarfi sem var henni hugleikið frá blautu barnsbeini.

„Muniði þegar Amma Dóda stóð á haus í sófanum” rifjuðu afkomendur hennar upp, til að sjá lífið með augum barnabarna sinna, þegar hún mótmælti svo mánuðum skipti Kárahnúkavirkjun og reisti níðstöng upp á heiði, fór í ferðalög upp á fjöll í tjaldi sem varla rúmaði hana eina og hafði steinselju bakvið eyrun til að fæla burt mýið, skarst í leikinn þegar Færeyjingar flugust á í Kringlunni og allt þetta með lífsgleðina að vopni. „Bara nógu mikið vesen” var viðkvæði þessarar lífglöðu baráttukonu.
Áfram…

Kári Elíasson f. 7.6.1925 - d. 31.10.2014

15.15 10/11/14 - 0 ath.

Fígaró, Rakarinn frá Sevilla, varð fyrir valinu til að heiðra minningu óperunnandans Kára Elíassonar og er það ekki úr vegi þar sem þeim svipar til að nokkru leiti. Fígaró stundaði iðn sína í miðborginni, glaðbeittur rakari sem deildi kjörum með kúnnum sínum, rakaði fyrirmenni þjóðarinnar og hafði hrífandi sagnargáfu sem hann miðlaði óspart af.

Kári starfaði sem rakari í hartnær sextíu ár og tók fastakúnna í stólinn heim eftir að stofan lokaði á meðan heilsan leyfði. Hann fylgdist því með mannlífi Reykjavíkur breytast og þróast frá stríðslokum, þegar hann byrjaði á rakarastofunni Eimskip, og fram til ársins 2001, þegar þeir Leifur Jóhannesson hættu rekstri á Njálsgötunni eftir 52 ára rekstur. Áfram…

Kristín Sólveig Jónsdóttir f. 21.5.1933 d. 24.7.2014

20.06 8/9/14 - 0 ath.

Screen shot 2014-05-28 at 22.57.05Er viðeigandi að syngja svona í Jarðaför?

Þeirri spurningu beindi Lilla til Sigrúnar Þorgeirsdóttur og Gunnars Gunnarssonar, sem ásamt fleiri söngvurum flutti ,,When the Saints go Marching in” í áttræðisafmæli hennar fyrir ári síðan.

Svarið er að sjálfsögðu já og það sem meira er að sálmurinn, sem Satchmo gerði ódauðlegan á gullöld jassins, er spilaður við nær allar jarðafarir í New Orleans.

Sálmurinn var upphaflega sunginn í kirkjum, sem lofgjörð um þá von að eiga himnavist handan þessa lífs með öllum heilögum, en Louis Armstrong gerði djassútgáfu sem sigraði heimsbyggðina.
Áfram…

Katrín Ásmundsdóttir f.30.07.1925 - d. 22.07.2014

09.43 1/8/14 - 0 ath.

Hvernig er hægt að þakka,
það sem verður aldrei nægjanlega þakkað.
Hvers vegna að kveðja,
þann sem aldrei fer.
Við grátum af sorg og söknuði
en í rauninni ertu alltaf hér.

Höndin sem leiddi mig í æsku
mun gæta mín áfram minn veg.
Ég veit þó að víddin sé önnur
er nærveran nálægt mér.

Og sólin hún lýsir lífið
eins og sólin sem lýsti frá þér.

Ljóð þetta er kveðjuljóð skáldkonunnar Siggu Dúu við andlát ömmu sinnar og barnabörn Katrínar, þau Katrín og Kári Jón völdu ljóðið til minningar um ömmu sína. Ljóðið heldur áfram.
Áfram…

Helga Jónsdóttir f. 2.8.1930 - d. 2.4.2014

18.59 15/4/14 - 0 ath.

Þau eru ófá heimilin í landinu þar sem stendur skrifað Drottinn blessi heimilið en í þeim látlausu orðum er fólgin sú djúpstæða bæn að sá bústaður sem tekin er upp beri yfirbragð heimilis. Það er ekki sjálfgefið að bústaður verði að heimili, enda notum við lýsingarorð til að lýsa þeirri upplifun að heimili sé heimilislegt. Hús verður heimili þegar það reynist skjólshús þeim sem þar búa og þeim sem þangað leita og slíkt skjól verður einungis búið af hjartahlýju, alúð og metnaði. Áfram…

María Sigríður Júlíusdóttir f. 31.5.1927 - d. 21.3.2014

16.55 3/4/14 - 0 ath.

Á komandi sunnudag eru haldnar um hinn kristna heim Maríumessur en sá dagur, boðunardagur Maríu, fagnar þeim ávexti sem María guðsmóðir bar inn í þennan heim. Tímasetningin er viðeigandi þegar við kveðjum Maríu Sigríði Júlíusdóttur og fögnum þeim ávöxtum sem líf hennar borið, í afkomendum, Maríum og minningum.

Jesús lagði grundvöllinn að nýjum sið, sem orðið hefur að fjölmennustu trúarhreyfingu mannkynssögunnar og mótað hefur menningu okkar frá landnámi. Áfram…

« Fyrri færslur ·

© sigurvin.annáll.is · Færslur · Ummæli