Þórdís Kalman f. 27.8.1924 - d. 3.7.2015
Yfirstandandi ár hefur verið merkisáfangi í íslenskri kvennasögu, þar sem eitt hundrað ár eru nú liðin frá því að konur fengu fyrst kosningarétt á Íslandi. Hundrað ár eru í sögu mannkyns sem augnablik en það er óhætt að fullyrða að sú kynslóð sem nú kveður samfélag okkar, södd lífdaga, hefur upplifað meiri framfarir en nokkur önnur kynslóð í sögunni.
Árið 1924, þegar Þórdís Ingibergsdóttir er fædd, voru konur að ryðja sér til rúms í menntun og embættum
á Íslandi og áttu eftir að líða mörg ár þar til slíkt var til jafns við karla. Sú kynslóð kvenna sem hún
tilheyrir ólst upp við þann veruleika að karlmenn voru nær allsráðandi á vettvangi menningar og
fyrirmyndir úr röðum kvenna skiptu því miklu máli.
Áfram…