sigurvin.annáll.is

AnnállGuðfræðiKirkjustarfMinningarorðPrédikanir ofl.
  • Annálar

  • Tenglar

  • Eldri færslur

  • Leit

Prédikun flutt í Neskirkju í ljósamessu 14. desember 2014

Sigurvin @ 13.44 16/12 + 1 ath.

Malala og spádómar aðventunnar

Í ljósamessu í Neskirkju er hefð fyrir því að fermingarungmenni umvefji söfnuðinn með ljósum og lesi spádómstexta aðventunnar. Sú hefð er áratugagömul og foreldrar sem aldir eru upp í Vesturbænum muna mörg sjálf að hafa borið ljósið inn í kirkjuna sem fermingarbörn í þessari guðsþjónustu. Spádómstextar aðventunnar boða nýtt upphaf í erfiðum aðstæðum og bera með sér fyrirheiti um frið og réttlæti, sem heiminn sárlega skortir.
Áfram…

Prédikun flutt í Neskirkju 16. nóvember 2014

Sigurvin @ 16.25 16/11 + 1 ath.

Án kirkjunnar væri íslenskan glötuð

Gefðu að móðurmálið mitt,
minn Jesú, þess ég beiði,
frá allri villu klárt og kvitt
krossins orð þitt út breiði
um landið hér,
til heiðurs þér
helst mun það blessun valda,
meðan þín náð
lætur vort láð
lýði og byggðum halda.

Áfram…

Kári Elíasson f. 7.6.1925 - d. 31.10.2014

Sigurvin @ 15.15 10/11

Fígaró, Rakarinn frá Sevilla, varð fyrir valinu til að heiðra minningu óperunnandans Kára Elíassonar og er það ekki úr vegi þar sem þeim svipar til að nokkru leiti. Fígaró stundaði iðn sína í miðborginni, glaðbeittur rakari sem deildi kjörum með kúnnum sínum, rakaði fyrirmenni þjóðarinnar og hafði hrífandi sagnargáfu sem hann miðlaði óspart af.

Kári starfaði sem rakari í hartnær sextíu ár og tók fastakúnna í stólinn heim eftir að stofan lokaði á meðan heilsan leyfði. Hann fylgdist því með mannlífi Reykjavíkur breytast og þróast frá stríðslokum, þegar hann byrjaði á rakarastofunni Eimskip, og fram til ársins 2001, þegar þeir Leifur Jóhannesson hættu rekstri á Njálsgötunni eftir 52 ára rekstur. Áfram…

Prédikun flutt í Neskirkju 2. nóvember 2014

Sigurvin @ 21.44 2/11 + 1 ath.

Að vígbúast í friði
Undanfarnar vikur hafa fréttir af vopnakaupum hins opinbera frá Noregi farið hátt í umræðunni. Fréttamenn hafa sinnt rannsóknarhlutverki sínu með sóma við að upplýsa almenning um þá breytingu sem átt hefur sér stað í vopnaburði lögreglunnar, án almennrar umræðu eða umfjöllunar á Alþingi. Við setningu kirkjuþings um liðna helgi fjallaði biskup Íslands um mikilvægi þess að kirkjan væri boðberi friðar og í kjölfarið spurði fréttakona ríkisútvarpsins álits hennar á „því að lögreglan hefði nýlega eignast hundruð hríðskotabyssa.” Það er mikið fagnaðarefni að íslenskir fjölmiðlar skuli leita til kirkjunnar til að taka þátt í umræðu um þau siðferðislegu málefni sem brenna á þjóðinni. Þar hefur kristin trú og kristin kirkja margt til málanna að leggja og getur reynst boðberi friðar. Áfram…

Kristín Sólveig Jónsdóttir f. 21.5.1933 d. 24.7.2014

Sigurvin @ 20.06 8/9

Screen shot 2014-05-28 at 22.57.05Er viðeigandi að syngja svona í Jarðaför?

Þeirri spurningu beindi Lilla til Sigrúnar Þorgeirsdóttur og Gunnars Gunnarssonar, sem ásamt fleiri söngvurum flutti ,,When the Saints go Marching in” í áttræðisafmæli hennar fyrir ári síðan.

Svarið er að sjálfsögðu já og það sem meira er að sálmurinn, sem Satchmo gerði ódauðlegan á gullöld jassins, er spilaður við nær allar jarðafarir í New Orleans.

Sálmurinn var upphaflega sunginn í kirkjum, sem lofgjörð um þá von að eiga himnavist handan þessa lífs með öllum heilögum, en Louis Armstrong gerði djassútgáfu sem sigraði heimsbyggðina.
Áfram…

Katrín Ásmundsdóttir f.30.07.1925 - d. 22.07.2014

Sigurvin @ 09.43 1/8

Hvernig er hægt að þakka,
það sem verður aldrei nægjanlega þakkað.
Hvers vegna að kveðja,
þann sem aldrei fer.
Við grátum af sorg og söknuði
en í rauninni ertu alltaf hér.

Höndin sem leiddi mig í æsku
mun gæta mín áfram minn veg.
Ég veit þó að víddin sé önnur
er nærveran nálægt mér.

Og sólin hún lýsir lífið
eins og sólin sem lýsti frá þér.

Ljóð þetta er kveðjuljóð skáldkonunnar Siggu Dúu við andlát ömmu sinnar og barnabörn Katrínar, þau Katrín og Kári Jón völdu ljóðið til minningar um ömmu sína. Ljóðið heldur áfram.
Áfram…

Prédikun flutt í Neskirkju 27. júlí 2014

Sigurvin @ 16.05 27/7 + 4 ath.

Druslur allra landa sameinist
Í gær var gengin Drusluganga í Reykjavík en gangan í ár er sú fjórða sem haldin er hér á landi. Að baki göngunni er alþjóðleg grasrótarhreyfing, sem á uppruna sinn í Kanada en í apríl 2011 risu upp mótmæli á götum Torontoborgar í kjölfar viðbragða lögregluyfirvalda við nauðgunarmálum. Í fræðsluerindi sem haldið var við lagaskóla þar í borg, lét lögreglumaður það út úr sér að ‘þó það megi ekki segja það upphátt … ættu konur að sleppa því að klæða sig eins og druslur ef þær vilja losna við kynferðisofbeldi”. Á meðal áheyrenda, sem voru einungis tíu, voru hugrakkir einstaklingar sem sögðu frá málinu opinberlega og það varð kveikjan að alþjóðahreyfingu á svo til einni nóttu.
Áfram…

Prédikun flutt í Neskirkju 20. júlí 2014

Sigurvin @ 16.08 20/7

Það kostar hugrekki að eiga þannig trú!
Kunnugleiki trúarinnar hefur þau áhrif að það er auðvellt að missa sjónar á því hversu róttækur boðskapur kristinnar trúar er.

Á öllum sviðum boðar Nýja testamentið róttækan viðsnúning á öllum þeim gildum og lögmálum sem einkenna mannlegt samfélag. Félagslega, stjórnmálalega, persónulega og á sviði spurninga er varða eðli lífs og dauða. Áfram…

Prédikun flutt í Neskirkju 6. júlí 2014

Sigurvin @ 16.18 6/7

Við erum sköpuð til tengsla
Þið kannist sjálfsagt öll við þá tilfinningu að standa ráðþrota gagnvart sjálfum sér.
Þið vitið að vera fullviss um eitthvað og tilbúinn til að verja það af fullum þunga, þar til á augabragði að þú uppgötvar að þú hafðir algjörlega rangt fyrir þér og eins og hendi sé veifað er hinn gagnstæði sannleikur jafn mikil fullvissa og sú fyrri var.
Eða þegar þú veist betur, skynsemin segir þér að sleppa einhverju og þú, upplýstur og gegn betri vitund, heldur í ósiðinn sem þú veitir þér stundarfróun.
Eða þegar þú stendur þig að verki við að dæma einhvern fyrir eitthvað, sem þú sjálfur hefur margoft gerst sekur um, en af einhverjum sökum getur leyft þér að fordæma í öðrum.
Það er flókið að vera manneskja og sá mannskilningur sem við búum yfir leggur grunninn að því hvernig að okkur farnast við að takast á við það verkefni.
Áfram…

Kristín Árnadóttir f. 12.6.1925 - d. 16.5.2014

Sigurvin @ 23.00 28/5

Æðruleysi er einn eftirsóknarverðasti ávöxtur trúariðkunar og markmið margra með reglubundnu bænalífi. Æðruleysi er andstæða þess að æðrast, sem merkir að missa tökin á tilfinningalífi sínu andspænis mótlæti, og æðruleysi er því getan til að mæta andstreymi af innri yfirvegun. Æðruleysisbænin vinsæla biður um slíka innri ró og leiðir jafnframt hugann að mikilvægi þess að bera skynbragð á hverju okkur ber að breyta og hverju einungis er hægt að sætta sig við. Áfram…

« Fyrri færslur   Næstu færslur »

© sigurvin.annáll.is · Færslur · Ummæli